Dagurinn eftir lyfjagjöf...

Ég fékk sem betur fer lyfjagjöfina mína í gær eftir langa bið og ýtarlegar rannsóknir á spítalanum. Ég nefnilega hræðist þann dag sem Remicade lyfið hættir að virka á mig. Sérfræðingurinn minn sagði einhvern tímann, það er ekki spurning um hvort þú færð stóma heldur hvenær. Núna vinnum við tíma á meðan lyfið virkar á sjúkdóminn og á meðan trúi ég að á hverjum degi nái vísindamenn og læknar skrefinu nær að finna lækningu við þessum annas lítt þekkta sjúkdómi. Hver dagur er blessun líka þótt að mér finnist þeir stundum hreint helvíti og óski mér stóma svo ég geti fengið líf mitt aftur. Ég reyndar viðraði stóma við lækninn minn í haust en hann sagði að ég yrði að vara búinn að vara veik í um 10 ár án árangus til að það sé lausn eða fá alvarlegt kast þá er það neyðarúrræði. Þannig að Pollýanna var ráðin í langtíma vinnu og ég verð að halda áfram að taka einn dag í einu ( stundum bara klukkustund og klukkustund) og trúa því af öllu hjarta að þessu fylgi tilgangur sem ég komi til með að þakka fyrir seinna.

Ljós og friður

Margrét

P.S. ég læt hér fylgja með mynd af morgun skammtinum mínum, þetta eru lyfin sem ég þarf að taka bara útaf Ulcerosa Colitis og sykursýki sem er fylgifiskur UCins míns. image1.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband