Verður febrúar mánuðurinn sem ég man ætíð eftir... ??

Núna er ég með háleit markmið fyrir þennan mánuð, reyndar hugsa ég alltaf bara " einn dagur í einu" og stundum bara einn klst. í einu. En ég set mér vanalega stærri markmið og útlisti hvernig ég ætla að ná þeim þótt ég þurfi oft að hagræða og breita leiðinni að lokamarkmiðinu, það er eðlilegt þegar lífið er eins og mitt.

 

Þar sem ég fékk upplýsingar frá lækninu mínum í síðustu viku um það að sjúkdómurinn er ekki í blómstrun og við virðumst geta haldið honum í skefjun og það sem ég hef verið að berjast við eru aukaverkanir frá sjúkdómum og lyfjunum mínum, þá er ég örugg með það að ég get gert það sem ég hef fundið að ég þurfi. Ég hef í gegnum tíðina gert allskonar breitingar á líferni mínu og það er allt af hinu góða og væri hverri manneskju gott.
Núna hef ég ákveðið, í samráði við gott fólk úr heilsumeistaraskólanum og fleiri aðila sem eru í óheðbundum lækningum, að taka skurk í mataræðinu mínu. Ég set mér langtímamarkmið sem er Febrúar en eins og ég segi tek ég bara eina máltíð í einu. Það sem ég ætla að gera ( ég hef gert þetta áður með góðum árangri) er að henda öllu út úr mataræðinu mínum nema grænmeti, ávöxtum, hnetum og fræjum ( helst auðvitað lífrænu ef örorkan leyfir ). Ég ætla líka að taka þetta einu skrefi lengra og ég ætla að hafa þetta í djús og smoothy formi til þess að gefa meltingaveginum mínu þá aðalega rislinum smá frí og í von um að ég fái meiri næringu úr fæðunni því að UCið mitt gerir það að verkum að meltingavegurinn frásogar ekki eðlilega næringuna og því er næringaskortur og vítamín/steinefnaskortur ekkert óeðlilegt í lífi Chrons og Colitis sjúklínga.

Ég veit af fyrri reynslu að þetta verður EKKI auðvelt og hef ég gert samning hér á heimilinu. Við búum saman ég, sonurinn og móðir mín ... ég hef í gegnum sambúðina séð um matseldina hér en núna gerði ég samning um að losna við það og fá svigrúm til að sinna eingöngu minni eigin næringu. Málið er að ég er mikil matmanneskja og hef unnið sem kokkur eða eldhúsdama, margir hafa matarást á mér og mér finnst ekkert skemmtilegra en að halda matarveislur fyrir þá sem mér þykir vænt um. Mér finnst mjög gott að borða, þessvegna er það skrítin staðreynd að ullifa heilu dagana og  vikurnar þar sem ég hef ekki matarlist eða löngun í mat. Þeir sem þekkja mig myndu þá segja " það er eitthvað AÐ " cool

En málið er að ég verð að taka allt út og gefa líkamnum FRÍ og tíma til að heila sig í smá tíma, hreinsa sig og þá eftir þetta get ég í rólegheitum byrjað að taka eitt og eitt inn og séð hvernig það hefur áhrif á líðan mína og líkama. Það eru 2 ár síðan ég fór í svona kúr í 2 vikur og ég varð verkjalaus eftir það í nokkur tíma en svo komu þetta aftur enda hef ég ekki verið frísk. Þannig að ég veit að ef ég virkilega finn styrk til að standa þetta þá finn ég líklega betri ballans og get þá hjálpað líkamanum mínum að heila sig.

Ég verð að trúa því að ég geti þetta... smile ég allavega fagna hverjum degi sem ég get breytt rétt fyrir heilsuna. Ég veit að það eru tilfelli sem ég kem til með að borða "venjulegan" mat því mér er boðið í mat og svo er ég á leiðinni á matreiðslunámskeið sem var ákveðið löngu fyrir jól... en það verður ekki notað sem afsökun til að sleppa þessu. Síðustu vikur hafa verið hreint helvíti og ég þoli ekki meira svona og ég verð að gera eitthvað í þessu sjálf ... kiss

Ég kem til með að nota þennan vetvang til að garga og grenja, hversu ég á ervitt og allt það og það er stór partur af ferlinu að koma líðan sinni í orð og "tala upphátt" eins og ég segi þegar ég tala um blogg. Ég nefnilega lít á þetta sem eina útfærslu af því að segja hlutina eins og þeir eru, og tala upphátt þó ég reikni ekki með að margir lesi þetta babbl í mér en mér finns þetta hjálpa og þá ætla ég að nýta mér þennan vetvang og hlífa greyið Facebook vinum mínum fyrir endalausu vælinu í mér .. hehehe... þeir geta þá lesið þetta sjálfviljugir ... ;)

Jæja best að gera eitthvað af viti...
Ljós og friður - Margrét


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband