Allir hafa lausnir fyrir þig...

Þegar ég hef fengið þau verkefni að veikjast hef ég vanalega hugsað, hvað get ég gert til að hjálpa líkamanum að finna sitt heilbrygða jafnvægi aftur. Ég hef kannski ekki alltaf verið nógu drífandi til að "drífa" þetta af eða kannski hef ég ekki nógu mikinn sjálfsaga til að beita mig mikilli hörku en ég hef alltaf haft viljann til að gera sjálf, læra nýja hluti og prófa hitt og þetta.

Ég hætti að reykja þótt UCið mitt er einn af mjög fáum sjúkdómum sem reykingar hjálpa (það er annað mál), en ég hætti að reykja því ég vildi vera heilbrygðari. Ég hef misst 25 kíló bæði með breytingu á mataræði og reyndar vegna sjúkdómsinns. Ég hef stundað hugleiðslu ( síðasta árið, með smá hléum) og jóga er nokkuð sem ég pukrast við stöðugt. Ég hef gengið reglulega til sálfræðings til að vinna út fortíðinni og til að vinna úr málum sem koma upp núna. Ég hef farið 2 í viku til sjúkraþjálfa síðan í ágúst 2010, ég hef verið í starfsendurhæfingu og farið á ýmis námskeið sem því tengist. Ég hef lært að nota hágæða ilmkjarnaolíur og fer reglulega í meðferðir þar sem þær eru notaðar og eins og ég skrifaði í gær kvöldi hugsa ég mikið útí mataræði og næringuna.

Það eru auðvitað hlutir sem ég hef alls ekki verið nægilega dugleg við og það sem ég hef mesta samviskubitið útaf er hreyfingin, ég er ein af þeim sem æfði yfir mig í líkamsræktarstöðvum á aldrinum 20-30. Ég hreinlega hata líkamsræktarstöðvar. Mér finnst yndislegt að fara út að labba en ég er hreinlega ekki drífandi þannig að ég fer sjaldan eða hef ég ekki orku í það en ég er voðalega stolt af mér þegar ég fer.

En það sem ég ætlaði að tala um var að allstaðar þar sem maður kemur og talið berst að heilsu eða í mínu tilfelli heilsuleysi þá er nær undantekningartilfelli ef maður fær ekki "lausnina" á sínum vanda. Ég átta mig fyllilega á því að fólk vill manni vara vel og ástæða þessara "lausna" er eingöngu vilji til að hjálpa, en þegar maður hefur barist svona lengi eins og ég við svona margþættan vanda verður maður þreyttur á þessu. Ég vildi óska þess að það væri laust allra minna mála að fara út að labba eða að hætta að borða hitt og þetta. Ég gæfi aleiguna ef "lausnin" væri í bætiefnum eða náttúrulyfum. Því miður er ég búin að komast að því og sætta mig við að þetta er ekki svona einfalt. Ég hef samt alltaf opin huga og er virkilega viljug til að læra nýtt, prófa ef það kosta ekki augun úr og viljug til að breyta hegðun ef ég tel þörf á, en ég er í fullri vinnu við það að flokka út upplýsingum og hlutum sem heimurinn og samfélagið skellir á mann daglega. Ég sit og hlusta á læknana mína, ég hlusta á sjúkraþjálfan, ég hlusta á heilsu-konuna mína, ég hlusta á jógakennaran, vinina, vandamenn og ókunnuga ... og stundum veit ég ekkert hvort ég á að fara eða koma. Og stundum finnst mér ég vera léleg ef ég get ekki sannreynt allt sem mér er bennt á því ég veit að allt er sagt í einlægum vilja til að láta mér líða betur.

Ég er semsagt er núna overloded af upplýsingum og hef þörf fyrir að draga mig til baka og endurmeta alla stöðuna.

Ljos og friður Margrét


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband