Þegar svefninn svíkur mig...

Ég ætti að vera komin uppí rúmm og helst sofnuð ef ég ætla að eiga semí góðan dag á morgun. Á morgun ætla ég í Regndropameðferð sem er ilmkjarnaolíumeðferð sem hefur hjálpað mér mikið bæði með stoðkerfisvanda sem ég hef barist við síðan í bílveltu frá 1995 og aftanákeyrslu 2010 og þessi meðferð hjálpar mér líka andlega. Því miður kemst ég svona 1 í mánuði því að örorkan mín leyfir eingan lúxux en ég reyni stöðugt að finna leiðir til að sleppa undan lyfseðilsskildum lyfjum og þá ef ég þarf bæta það upp með nátturulegum aðferðum.

Þegar ég ligg og horfi uppí loftið á kvöldin og stundum alla nóttina ef því er að skipta þá fer hausinn ( sem er eitt af því fáa sem virkar 100% og stundum 150%) á fullt og ég bí til allskona plön og áætlanir um hvernig ég ætla að sigra veikindinn og verða "fjallgöngu/hlaupa" kona sem er alltaf úti að hlaupa og taka þá hér og þar í hinum og þessum þrekraununum. Váá... hvað ég þrái að geta lifað lífinu sem ég átti fyrir 2007, mikið rosalega átti maður gott þá og ég sé virkilega eftir því að hafa ekki notið þess betur að hafa heilsuna í lagi. En það þýðir ekki að hugsa þannig maður getur bara hugsað frammá við og búið sér til markmið til að stefna að og leggja sig allan framm við að ná þeim þótt það kosti 2 skref áfram - 3 skrefa afturá bak - 4 skref áfram - 1 skref afturá bak og svo framvegis...

Ég viðurkenni það að ég grenja mig oft í svefn því mér finnst mér hafi verið úthlutað ranglega og ég syrgi það oft að geta ekki gert það sem ég ætlaði mér með lífið, t.d. vinna við það sem ég lærði, ferðast til útlanda, borða allan þann frábæra mat sem til er í heiminum og svo ótrúlega margt annað... Ég ætlaði ekki að eyða meirihluta barnæsku sonarinns inni á sjúkrastofnunum annaðhvort með hann eða ég sjálf, við ætluðum að skoða heiminn saman og njóta lífsinns. Þetta og svo margt annan sygi ég með tárum og ég verð stundum fox íll við almættið yfir þessu ... en ég ein get gert mig hamingjusama og það er markmiðið.

Síðustu vikurnar hef ég verið mjög veik og varla geta eldað ofaní mig eða séð um það sem þarf og þá missir maður viljann og getuna til að berjast fyrir sjálfum sér, reyndar er ég búin að sjá það að þegar maður er lengs niðri getur maður frekar spyrnt sér í botninn og náð upp og þá oft finnur maður kraftinn til að gefast ekki upp, enda er langt síðan ég ákvað að ég myndi "alldrey gefast upp" þótt ég fari stundum langt niður þá gefst ég ekki upp.

En allavega síðsutu vikurnar hef ég hugleitt það að taka mataræðið vandlega fyrir. Ég hef gert þetta áður þar sem ég borða í rauninn bara fljótandi mat, því að það gefur meltingaveginum mínum smá pásu frá annas byssí vinnu við að berjast við mat, frásogun og sjúkdóminn allt á sama tíma. Fæðan byggist á ávöxtum, grænmeti, hnetum og fræjum. Ég semsagt djúsa og boosta í einhvern tíma, ég er ekki búinn að ákveða hve lengi en ídeal væri að gera þetta í einar 3-4 vikur til að líka hreinsa líkaman vel, svo þegar þessu líkur kem ég til með að taka takmarkaðan mat inn aftur bara í smáum bútum því ég vil komast að því hvað það er í minni fæðu sem viðheldur veikindum hans og / eða eykur á framþróun sjúkdómanna ef það er eitthvað í fæðunni minni sem það gerir.

Vísindamenn og læknar segja að það sé eingin fæða sem hægt er að sanna að hafi neikvæð áhrif á Ulcerosa Colitis en sumum sjúklingum hefur reynst vel að taka út sterkju, trefjaríka hluti, sykur, og hitt og þetta, en þetta er algerlega eitthvað sem hver og einn sjúklingur þarf að gera á sínum forsendum. Þar sem á að greiða út barnabætur um mánaðarmótin sé ég framm á að eiga smá auka aur svo ég geti leyft mér þann lúxus að kaupa þennan "holla" mat fyrir mig og taka þetta stóra skref í því að reyna að finna lausn fyrir baráttu mína við heilsuna. Ég veit allanvega að ég gæti ekki verið sátt við sjálfna mig eftir 1-2 ár ef ég gerði ekki heiðarlega tilraun til að finna lausnins mína í þessu öllu.

Þannig að ég reykna með þvi að á mánudaginn hefji ég baráttuna við heilsuna - matur. Ég ætla að halda þorrablót um helgina og njóta þess að borða súra hrútspunga, hangikjöt, rófustöððu og hákarl en svo á mánudaginn hefst ballið að öllu óbreittu, þið komið til með að fá nasaþefinn ef ekki ekki bara beina lýsingu á því hvernig það gegnur því þá er ég annsi hrædd um að lyfin mín fari í kássu sérstaklega sykursýkislyfin ... en það er þess tíma vandamál og í raun frábær vanda mál að geta minkað lyfin sín. Ég er reyndar búin að missa ca. 20 kg síðasta árið eða svo vegna breyttrar matavenja en líka vegna veikindanna og oppkasta og listarleysis. Þetta verður fróðlegt ferðalag sem ég verð að taka til þess að hafa virkilega gert allt sem ég gat í baráttunni...

Jæja núna er ég búinn að romsa helling á blað og það er æði að koma þessu útúr hausnum og eitthvert út í heim... núna ætla ég að gera aðra tilraun til að leggjast uppí holuna mína og lokka Óla Lokbrá uppí til mín...

Ljós og friður - Margrét


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband