Stefnt á læknavaktina.. Andvökunótt...

Ég ætti að liggja uppí rúmmi að slaka á og reyna að sofna aftur en á einhvern hátt er ég of þreytt til þess, of döpur og hrædd, of kvíðinn og of pirruð í líkama og sál til þess að geta náð þeirri slökun sem ég þrái svo heitt. 

Andvökunætur eru ekkert nýtt hjá mér en það tekur mig oft svolítinn tíma að ná mér á strik eftir þær. Í nótt lág ég og átti í samræðum við líkama minn og "röddina" sem ég veit að er minn ofur hugsandi, stjórnandi, yfirvalds heili. Hjartað hefur fyrst síðusta árið fengið tækifæri til að tjá sig almennilega, þegar það fer á flug fylgja því oft sár grátur. Ég finn hvernig hugarástandið versnar, hvernig ég missi hægt og rólega vonin á bata og betra lífi, þá verð ég óendanlega þreytt. Þreytt á því að vera þreytt... Þreytt á því að geta ekkert... Þreytt á því að finnast ég hverfa og missa getuna til að vera manneskja, getuna til að vera ég.


"Röddin" hækkar sig og segir með háði röddu.... Piff .... þvílíkur aumingjaskapur í þér, sástu ekki Kastljós í gær... Jú ég sá kastljós í gær og fannst það virkilega sorglegt en það hræddi mig líka mikið því ég er með sjukdóm sem gerir nákvæmlega það sama og þessi stúlka gerði sjálf. Ég er með einkenni sem voru nefnd og ég er með einkenni sem minna á hjartaáföll, heilablóðföll, kransæðastíflur og flog. Ég er á vissan hátt fangi í mínum líkama líka þótt ég sé ekki bundin við hjólastól og get gengið um, ég þarf ekki umsjá og aðstoð 24 tíma sólahringsinns, þá get ég ekki gert það sem ég vil með lífið og nóta bene ég hafði ekkert um þetta val að segja, það var og er ekkert sem ég hef gert í mínu lífi sem hefði geta komið í veg fyrir stöðuna eins og hún er í dag, ég fæddist svona og ég dey svona.

Mér er fillilega ljóst að á milli dagsinns í dag og þess dags sem ég dey er undir mér komið. Ég ræð hvernig ég held áfram, en kannski ekki alveg því líkami minn hefur ennþá visst vald sem ég vinn stöðugt að snúa til mín. Þið megið trúa því að ég hef eytt tugum daga ef ekki heilu árunum í að búa mér til sjónrænar myndir af mér heilbrigðri, hlaupandi um fjöll og fyrnindi, ég hef gert myndbönd og skrifað heilu stílabækurnar þar sem ég útlisti nákvæmlega hvernig ég vil vera og hafa þetta... Hvergi í þessu öllu er minnst á sjúkdóma, verki, svefleysi, orkuleysi, kvíða, hræðslu eða mígreni.

Ég er mannleg vera með tilfinningar og núna er ég döpur eða jafnvel verulega þunglynd, því ég er þreytt...
Stefnan er tekin á læknavaktina seinnipartinn, mig vantar svör og eaða aðstoð til að halda áfram.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband