Aumingjaskapur og leti....

Já ég veit... Ég hef ekki skrifað í smá tíma, ætli þetta verði ekki þannig. Ég er nefnileg ekki alltaf tilbúin að babbla niður á blað það sem er að gerast í hausnum á mér... Það er svo mikið alltaf í gangi þar... Heheheeee...

En allavega ég byrjaði með góð fyrirheit og vonir um átak í mataræðinu og virkilega tilhlökkun að rífa mig uppúr þessum "aumingjaskap" og taka þetta með trompi...

Einmitt, einmmmmmiiitttt... Þetta gekk vel til að byrja með en svo útaf því að líkaminn minn er nú ekki eins og hjá okkur flestum byrjaði hann að sýna viðbrögð, ég hugsaði... " ég held þetta út, hann bara er að gera rétt og allt það... Viðbrögðin voru sý endurtekin blóðsykurföll , trekk í trekk, dag eftir dag, sem endaði í mínu mesta blóðsykurfalli frá upphafi ég fór niður í 2,6 mmól/l fyrir þá sem skilja hugtakið, 3 er talið alvarlegt þá missir fólk oft meðvitund og það getur haft áhrif á heilastarfsemina. Ég semsagt fer í fall, missi máttinn í fótum og höndum, verð verulega sjó í hausnum en átta mig fljótt hvað er í gangi og sem betur fer var ég hér heima því ég var ekki búin að vera hress. Ég fer beint í það að fá mér ávaxtasafa (sem dugar fyrir venjulegt fólk) og skellti í mig smá súkkulaði sem var til á heimilinu. Ég lagðist fyrir og beið eftir áhrifunum en líkaminn var greinilega ekki að þola neitt svo upp kom allt klappið og meira til þangað til að ekkert var eftir. Ég vissi samt að ég yrði að fá sykur ef ég ætlaði að komast yfir þetta og ekkert gekk fyrr en ég kom ofaní mig góðum slatta af rauðu kóki. Ég viðurkenni að ég hef oft verið óróleg vegna veikanda minna en núna varð ég verulega hrædd.

Líkaminn var í miklu uppnámi lengi og lá ég í 2 daga með mígreni og verulega slöpp, síðan gerði flensan innreyð sína og ligg ég ennþá í henni og er að verða soldið pirruð og döpur. En þannig fór um sjóferð þá og ég náttúrulega bara sami auminginn að geta ekki staðið þetta eins hver önnur manneskja. Ég á það nefnilega til að gleyma að ég er mannleg og með flókinn sjúkdóm líka.

Sykurfallið sagði mér reyndar að ég get vel tekið mataræðið í gegn en ég verð að fá nákvæmar leiðbeyningar hjá lækninum mínum áður um hvaða lyf ég að minnka í ferlinu því það er ekki nóg að taka út allan sykur, hveiti og skíkt en halda áfram að dæla insúlíni inn, það endar greynilega bara illa. Ég átti símatíma við annan sérfræðinginn í síðustu viku og bað um aðstoð en sykursýkissérfræðingurinn minn er í veikindaleyfi og einginn sem getur tekið við af honum, núna bíð ég eftir læknisaðstoð og er farin að örvænta smá því ég held áfram að fá sykurfall því matalystin er lítil og ég virðist vera í miklu róti með blóðsykurinn minn...

Það hefur alveg komið yfir mig síðustu vikuna löngun til að fara á bráðamótökuna en þá rumskar "röddin" og minnir mig á að þetta sé náttúrulega allt hreinn aumingjaskapur í mér og ég eigi að hætta þessari leti og DRULLA að gera eitthvað gagn, þá fer maður ekki á læknavaktina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband